Barnabókin Byggingarnar okkar fjallar um þá strauma og stíla sem að einkenna íslenska byggingarlistasögu frá torfhúsum til steinsteyptra húsa á einfaldan hátt með það að markmiði að sem flestir geti fræðst um efnið.

,,Hugmyndin að bókinni kviknaði þegar ég var í MA námi í listkennslu en þar langaði mig til að finna leið til að tengja íslenska byggingarlistasögu við kennslu og nám barna. Börnin eru þau sem munu standa vörð um byggingar okkar í framtíðinni og því nauðsynlegt að þau hafi tækifæri til að kynnast, þekkja og vita hvað einkennir byggingarsöguna okkar. Snertifletir byggingarsögunnar eru fleiri en marga grunar en það er einmitt það sem er svo skemmtilegt. Sagan er ákveðin samfélagslegur spegill þar sem hægt er að staðsetja byggingar í sögulegu og samfélagslegu samhengi, hvort sem fjallað eru um eldri eða yngri byggingar.“

Höfundur bókarinnar er Alma Sigurðardóttir. Rakel Tómasdóttir grafískur hönnuður sá um umbrot og teikningar í bókinni.

Kaupa bók HÉR