Um verkefnið
Um vefsíðuna
Heimasíðan er hugsuð sem stuðningur fyrir kennara í kennslu á efni sem fjallar um manngert umhverfi, hönnun, sögu, íslenskt samfélag og menningararf. Þrátt fyrir að verkefnin sem hér má finna séu samin fyrir börn er engu að síður að finna fróleik sem nýtist kennurum, listkennslunemum, starfsfólki grunnskólanna og síðast en ekki síst fjölskyldum sem vilja fræðast saman um brot af þeirri sögu sem íslensk byggingarlist varðveitir.
Um höfund
Alma Sigurðardóttir er fædd á Akureyri árið 1985. Hún er með BA gráðu í arkitektúr frá Glasgow School of Art, MA gráðu í Listkennslu frá Listaháskóla Íslands og MSc gráðu í hönnun og varðveislu bygginga frá University of Strathclyde. Alma hefur yfirgripsmikla reynslu á sviði kennslu barna, miðlunar, varðveislu og rannsókna á íslenskri byggingarlist. Alma starfar sem verkefnastjóri í húsadeild Þjóðminjasafns Íslands ásamt því að vera í stjórn alþjóðlegu varðveislusamtakanna ICOMOS á Íslandi.
Athugasemdir eða önnur erindi má senda á almasigurdar@gmail.com
Ljósmyndir / hönnun á heimasíðu: Hörður Ásbjörnsson
Styrktaraðilar: Verkefnið hlaut styrk úr þróunarsjóði námsgagna hjá RANNÍS 2016.