

























Hægra megin má sjá inn í Guggenheim listasafnið í New York eftir Frank Lloyd Wright (byggt 1956). Guggenheim listasafnið er stílhreint í anda módernismans. Takið þið eftir því hvernig byggingar stíllinn hefur breyst frá því að kirkjan til vinstri var byggð á Ítalíu fyrir rúmum 200 árum.

Hvaða grunnformum takið þið eftir þegar þið horfið á bygginguna? Niðri var vinnustofa Einars en hann bjó uppi ásamt konu sinni. Sívalingurinn sem þið sjáið fyrir miðju geymir stiga sem leiðir upp í íbúð þeirra.

Hafið þið farið upp í turn á kirkjunni? Þar uppi er dásamlegt útsýni yfir Reykjavík. Þar sér maður svo vel hvernig húsin raðast upp allt í kring, ólíka liti og form.

Bakvið steypuna má sjá járnabindingu sem spilar stóran þátt í því að halda stuðlabergslaga súlunum uppi.

Hafið þið séð stuðlaberg? Haldið þið að arkitektinn, Guðjón Samúelsson, hafi nýtt sér útlit stuðlabergsins sem innblástur við hönnun á Hallgrímskirkju?
Guðjón Samúelsson hannaði kirkjuna sem var vígð 1940. Minnir hún ykkur á aðrar kirkjur sem þið hafið séð?

Arkitekt byggingarinnar var Einar Sveinsson. Byggingin var vígð 1957 og tók 7 ár að byggja hana. Einar vann sem húsameistari Reykjavíkur og hannaði því margar byggingar fyrir borgina svo sem Laugarnesskóla, Melaskóla og Langholtsskóla. Einar kom einnig að skipulagi borgarinnar og teiknaði fyrstu fjölbýlishúsin með nútímasniði við Hringbraut árið 1942.

Húsið er byggt í þremur áföngum 1942, 1946 og 1955-59. Það er ekki hannað á hefðbundinn hátt heldur er byggingin sköpunarverk myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar sem fékk þó aðstoð Einars Sveinssonar arkitekts við frágang uppdrátta.
Meira um bygginguna hér.

Fyrsti byggingarhlutinn, kúlan, er formuð sem jafnhliða ferningur með hálfri kúlu ofan á. Annar hlutinn, Pýramídarnir, markar stefnu sem framhlið að götunni.